Fréttir

Höttur - BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 27.06.2010

BÍ/Bolungarvík mættu Hetti frá Egilsstöðum á Vilhjálmsvelli síðastliðinn laugardag. Ekki var búist við miklu af Hattarliðinu fyrir mót og var það ekki ofarlega þegar sérfræðingar spáðu í gengi liðanna. Liðið var hinsvegar í þriðja sæti fyrir þennan leik og voru á toppnum til að byrja með. Vestfirðingar voru í öðru sæti en höfðu tapað síðustu tveim leikjum. Á móti Aftureldingu í deild og Stjörnunni í bikar.

Liðið sigraði leikinn 0-1 með marki frá Andra rúmum tíu mínútum fyrir leikslok. Leikurinn var jafn og liðin skiptust á að hafa öll völd á vellinum. Það voru hinsvegar vestfirðingarnir sem skoruðu mark og tóku öll stigin með sér vestur. Samkvæmt umfjöllun á fotbolti.net hefði jafntefli verið sanngjörn úrslit. Umfjöllun um leikinn má lesa hér

Næsti leikur er strax á þriðjudaginn en þá kemur lið Völsungs í annað skiptið vestur í heimsókn. Leikurinn fer fram á Skeiðisvelli og hefst kl. 20:00.

Deila