Fréttir

Ignacio Gil og Vladimir Tufegdzic framlengja.

Knattspyrna | 23.10.2023
Ignacio Gil
Ignacio Gil
1 af 2

Það er okkur mikil ánægja að tilkynna að leikmennirnir Ignacio Gil og Vladimir Tufegdzic hafa framlengt samninga sína við félagið. Þeir gengu báðir til liðs við Vestra fyrir tímabilið 2020 og eru því á leið inn í sitt fjórða tímabil hér fyrir vestan.

Ignacio skrifaði undir nýjan eins árs samning á meðan Tufegdzic skrifaði undir nýjan tveggja ára samning.

Þeir eru báðir miklir leiðtogar og hafa verið lykilleikmenn undanfarin tímabil hjá Vestra. Því er mikið ánægju efni að þeir taki slaginn með Vestra í Bestu deildinni á næsta ári.

Deila