Fréttir

Matthías Króknes Jóhannsson í BÍ/Bolungarvík

Knattspyrna | 22.01.2013

Matthías Króknes Jóhannsson hefur gengið aftur til liðs við sitt uppeldisfélag eftir ár í herbúðum Framara. Matti hóf að leika með meistaraflokki árið 2009 og lék þá einn leik í 2. deild. Þrátt fyrir ungan aldur á Matti 26 meistaraflokksleiki fyrir félagið og skorað í þeim 4 mörk. Hann lék með 2. flokki Fram í fyrra og var einn af lykilmönnum liðsins í íslandsmótinu þar sem þeir enduðu um miðja deild.

Þetta eru afar ánægjulegar fréttir að Matti skuli vera kominn heim og mun styrkja hópinn gríðarlega mikið.

Deila