Fréttir

Vel heppnað kynningarboð hjá knattspyrnudeild Vestra

Knattspyrna | 11.05.2023
1 af 4

Miðvikudaginn 10.maí bauð meistaraflokkur áhugasömum í kynningarboð í Vallarhúsinu. Hugmyndin með boðinu var að hrista hópinn saman og í leiðinni auka og dýpka tengslin við stuðningsfólk og samfélagið. Er þetta í fyrsta sinn sem haldið er slíkt kvöld á vegum knattspyrnudeildar.

Viðburðurinn fór fram úr okkar björtustu vonum, en hann sóttu um 50 manns. Jón Hálfdán Pétursson kynnti þjálfarahóp liðsins og þar á eftir fóru Jón Hálfdán og Davíð Smári, þjálfari liðsins, yfir leikmannahópinn og fengu gestir góðar og áhugaverðar upplýsingar um hvern og einn liðsmann. Að kynningu lokinni var boðið upp á veitingar, en þær voru í boði Fasteignasölu Vestfjarða. 

Við þökkum öllum þeim sem komu, kærlega fyrir komuna. Einnig viljum við þakka Fasteignasölu Vestfjarða innilega fyrir stuðninginn. 

Við vonumst til að sjá sem flesta á Olísvellinum n.k. laugardag, en þá er fyrsti heimaleikur okkar manna, þegar þeir fá í heimsókn lið ÍA. 

Áfram Vestri !

Deila