Aðalfundur Blakdeildar Vestra vegna starfsársins 2020, verður haldinn í Vallarhúsinu við Torfnesvöll fimmtudaginn 29. apríl kl. 17:00.
Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf:
Fundarsetning.
Kosning fundarstjóra og fundarritara.
Formaður blakdeildar gerir grein fyrir starfssemi deildarinnar á liðnu starfsári.
Gjaldkeri blakdeildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar sem staðfestir hafa verið af kjörnum skoðunarmanni og gjaldkera aðalstjórnar.
Reglugerðabreytingar.
Kosningar:
a) Kosinn formaður deildar til eins árs.
b) Kosið í meistaraflokksráð; oddviti til eins árs, einn aðalmaður til tveggja ára og einn varamaður til eins árs.
c) Kosið í yngriflokkaráð; oddviti til eins árs, einn aðalmaður til tveggja ára og einn varamaður til eins árs.
Önnur mál.
Félagar og foreldrar eru hvattir til að fjölmenna.