Fréttir

Aðalfundur blakdeildar Vestra

Blak | 01.07.2020

Þann 28 maí sl var haldinn aðalfundur blakdeildar Vestra.

Aðalfundarstörf voru með hefðbundnum hætti, skýrsla formanns, farið yfir reikninga félagsins og kosningar.

Harpa formaður fór yfir helstu atriði ársins 2019, en starfsemin var að mestu með hefðbundnum hætti en stóra breytingin í rekstrinum var að meistaraflokkur karla tók í fyrsta skipti þátt í efstu deild, Mizuno. 

Guðjón Torfi, gjaldkeri yngriflokka, fór yfir ársreikninga félagsins fyrir 2019.  Reksturinn var í þyngri kanntinum og allnokkur halli var á rekstri deildarinnar.

Gengið var til kosninga og voru margir stjórnarmenn sem ekki gáfu áfram kost á sér til stjórnarsetu.

Harpa Grímsdóttir sem verið hafði formaður frá 2016 gaf ekki kost á sér áfram og var Sigurður Hreinsson kjörinn formaður í hennar stað.

Yngriflokkaráð er því núna þannig skipað: Signý Þöll Kristinsdóttir, Guðjón Torfi Sigurðsson og Tara Óðinsdóttir meðstjórnandi. Þá er Sigríður Sigurðardóttir varamaður.

Meistaraflokksráð náðist ekki að fullmanna, en skipa þurfti alla nýja í það.  Í því voru kjörin Sólveig Pálsdóttir og Hafsteinn Már Sigurðsson.

Vegna þessa, þarf að halda auka-Aðalfund til að klára að manna meistaraflokksráðið.

Auka-Aðalfundurinn verður haldinn laugardaginn 11. júlí kl 14:00 við strandblakvöllinn í Tungudal.  Vonandi verður veður hagstætt þannig að hægt verði að nýta ferðina til að prófa sandinn dálítið.

Hvetjum alla félagsmenn til að fjölmenna !

 

Deila