Fréttir

Áður frestaður leikur við Fylki á dagskrá um helgina

Blak | 23.03.2018

Tvífrestaður heimaleikur meistaraflokks karla við Fylki verður spilaður á laugardaginn kl. 14:30. Þetta er einn af þremur heimaleikjum sem Vestramenn eiga eftir að spila í 1. deildinni í vetur. Með sigri nú getur Vestri komið sér upp í 3. sæti deildarinnar.  Yngri flokkar blakdeildar Vestra verða með kaffisölu á leiknum og því er um að gera að koma við í Torfnesi, fá sér köku og kaffi og horfa á skemmtilegt blak!

Deila