Karlalið Vestra í blaki varð í efsta sæti í keppni í 1. deild og eru því deildarmeistarar. Síðastliðinn laugardag fengu þeir afhent verðlaun af því tilefni. Það var Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar sem afhenti þeim deildarbikarinn í Torfnesi að loknum sigurleik gegn HKb. Með sigri sínum í fyrstu deild hefur Vestri tryggt sér keppnisrétt í úrvalsdeild næsta keppnistímabil. Þjálfari Vestra er Tihomir Paunovski.
Deila