Jólamót félagsins í fullorðinsblaki var haldið s.l. sunnudag og var þátttaka í mótinu mjög góð, en alls mættu 29 blakarar til keppni og var spilað í sjö liðum.
Það var liðið Hurðaskellir sem sigraði á mótinu eftir að hafa lagt Bjúgnakræki að velli í æsispennandi úrslitaleik.
Kertasníkir og Stekkjarstaur spiluðu um 3. sætið og þar hafði Kertasníkir betur.
Bjúgnakrækir fékk verðlaun fyrir bestu búningana og var jafnframt valið smasslið mótsins, ýmis önnur aukaverðlaun voru einnig veitt s.s. fyrir knattspyrnutilþrif mótsins en liðið Gluggagægir fékk þau verðlaun.
Engin pönnukaka leit dagsins ljós en hávörn mótsins átti Ari Klængur og Gunnar Bjarni og Þorgerður voru tilþrifapar mótsins :)
Mótið þótti heppnast vel og stendur til að endurtaka mótið að ári.
Fleiri myndir frá mótinu er að finna á myndasíðunni.