Fréttir

Íslandsmóti 4.-6. flokks er nú lokið - Takk fyrir komuna!

Blak | 07.05.2017

Íslandsmótið í blaki hjá 4.-6. flokki vorið 2017 var haldið á Ísafirði um helgina. Á mótinu voru tæplega 170 keppendur á aldrinum 7-14 ára ásamt þjálfurum og fararstjórum. 28 lið frá níu félögum kepptu í fimm deildum og alls voru leiknir 82 leikir. 

Mótið fór mjög vel fram, frábær tilþrif sáust á vellinum og keppendur voru prúðir utan vallar sem innan. 

Vestri átti frábært mót. Lið Vestra í 4. flokki drengja varð Íslandsmeistari eftir hörku baráttu í úrslitum við Þrótt Nes sem enduðu í öðru sæti. Lið Vestra í 5. flokki B-liða (sem spila krakkablak á 3. stigi) varð líka í fyrsta sæti - sem er mjög flottur árangur. Stefnir frá Suðureyri átti lið í 3. sæti A-liða í 5. flokki.

Efstu þrjú lið í hverru deild voru sem hér segir:

4. flokkur pilta

1. Vestri

2. Þróttur Nes Beasts

3. Þróttur Nes Titans

 

4. flokkur stúlkna

1. BF/KA

2. Þróttur R A

3. Þróttur Nes 

 

5. flokkur A-lið (4. stigs krakkablak)

1. Völsungur

2. Þróttur R - A

3. Stefnir

 

5. flokkur B-lið (3. stigs krakkablak)

1. Vestri

2. HK

3. BF 1 (Siglufjörður)

 

Í 6. flokki eru ekki reiknuð út sæti heldur fá allir þátttökuverðlaun. Í 6. flokki kepptu Völsungur, BF, Stefnir og þrjú lið frá Vestra.

Deila