Blak | 29.10.2008
Blakfélagið Skellur tekur í ár þátt í 3.deild kvenna í annað sinn. Um næstu helgi fer fram fyrri umferð riðlakeppninnar í Mosfellsbæ. Keppni hefst kl:13 á laugardag og lýkur kl:15 á sunnudag, það verða s.s. spilaðir 6 leikir á rúmum sólarhring. Í 3.deildinni eru skráð til leiks 18 lið, 4 lið spila í norðurlandsriðli og 14 lið spila í 2 suðurlandsriðlum. Seinni umferð riðlakeppninnar fer síðan fram í Ólafsvík 20.-21. febrúar. Úrslitakeppnnin verður svo á Álftanesi helgina 20.-21. mars. Leikjaplanið má skoða með því að smella hér