Fréttir

Krakkablakmótið

Blak | 15.04.2008

Sunnudaginn 13. apríl var haldið krakkablakmót á vegum blakfélagsins Skells í íþróttahúsinu á Þingeyri.
Um 40 krakkar á aldrinum 6-13 ára tóku þátt í mótinu og voru liðin 9 talsins. Krakkablak er spilað í mismunandi útfærslum eftir getu og aldri krakkanna og var spilað 1. 2. og 3. stig á þessu móti. Áberandi var hversu hratt krökkunum hefur farið fram í vetur, og mátti sjá mörg skemmtileg tilþrif á mótinu. Æfingar í krakkablaki hjá Skelli hófust í haust í þremur byggðarkjörnum; Þingeyri, Suðureyri og Ísafirði.

Í tilefni öldungamótsins sem fram fer á Ísafirði og nágrenni helgina 1.-3.maí var ákveðið að gefa öllum krökkum sem hafa æft með félaginu í vetur krakkablakbolta til að taka með sér heim, og voru þeir afhentir börnunum í lok mótsins á Þingeyri.

Deila