Í dag fór fram fyrsti heimaleikur Vestra í blaki á þessu tímabili. 2. flokkur stelpna tók á móti Þrótti Reykjavík og fór leikurinn fram á Þingeyri. Þróttur R hafði sigur í miklum baráttuleik 3-1. Vestra stelpur unnu fyrstu hrinuna nokkuð sannfærandi, en Þróttur R vann hrinu 2 með talsverðum mun. Í þriðju hrinu mörðu Þróttarastúlkur sigur 28-26 í langri hrinu sem gat farið á hvorn veginn sem var. Og í fjórðu og síðustu hrinu unnu þær lílka með minnsta mögulega mun 26-24. Vestra liðið lítur vel út fyrir veturinn og ætti að geta gert góða hluti.
Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er heima og heiman í 2. flokki í blakinu en verið er að prófa þetta fyrirkomulag í vetur.
Á morgun, sunnudaginn 1. október, verður fyrsti heimaleikurinn í 1. deild kvenna í Torfnesi kl. 14:00. Við hvetjum fólk til að mæta og styðja við stelpurnar.
Deila