Fréttir

Stóra helgin !!!

Blak | 20.04.2008

Jæja, þá er stóra helgin að renna upp hjá blakfélaginu Skelli. Við eigum von á 800 keppendum á öldungamótið og eru þeir þegar byrjaðir að týnast í bæinn, en flestir koma á miðvikudag. Spilað verður frá 8 að morgni og framundir miðnætti dagana 1. og 2. maí. Þann 3. maí verður spilað fram til klukkan 14 en þá verður lokaleikur mótsins, sem er æfingaleikur hjá íslenska kvennalandsliðinu á móti Tromsö. Við viljum hvetja foreldra blakkrakka til að kíkja með þeim á mótið, en það verður frábært fyrir þau að sjá blakleiki fullorðinna. Það yrði gaman fyrir þau og okkur ef þau hvetja sitt lið, en Skellur er með þrjú lið á mótinu. Tímasetningu leikjanna má sjá á heimasíðunni www.blak.is. Einnig hefðu þau gaman að því að sjá leiki í 1.deildum karla og kvenna, en þar er spilað mjög gott blak og svo mæta að sjálfsögðu allir á "landsleikinn".

Krakkarnir fengu boli á æfingum í þessari viku. Þeir eru Deila