Helgina 13-15 janúar var stór blakhelgi hjá okkur í Vestra.
Á föstudagskvöldinu spilaði úrvalsdeildar liðið okkar á móti HK í karlaflokki. Einhver meiðsli hafa verið að hrjá liðið okkar og var því ljóst fyrirfram að það yrði við ramman reip að draga í þeim leik. Fóru leikar svo að HK vann nokkuð sannfærandi 3-0 sigur á okkar mönnum.
Á laugardeginum og sunnudeginum voru það hinsvegar hin meistaraflokksliðin sem fengu að spreyta sig, kvennaliðið sem spilar í 4. deild og unglingarnir okkar í Vestri-C, sem spila í 3ju deild. Báðar deildirnar voru spilaðar í Mosfellsbæ.
Skemmst er frá því að segja að liðin stóðu sig með stakri prýði.
Kvennaliðið spilaði 6 leiki, unnu 5 af þeim en töpuðu einum leik í oddi 1-2. Fjóra leiki unnu þær 2-0 og einn leikur vannst 2-1. Eftir túnneringuna er kvennalið Vestra í efsta sæti 4 deildar með 28 stig (af 33 mögulegum), en næstu lið eru Blakfélag Hafnarfjarðar með 25 stig og Keflavík með 23.
Strákarnir spiluðu líka 6 leiki og unnu þá alla en töpuðu einni hrinu,sem er fyrsta hrinan sem þeir tapa í vetur. Þeir sitja líka í efsta sæti í sinni deild, með 29 stig (af 30 mögulegum). Næstu lið eru Leiknir Reykjavík með 26 stig og þar á eftir Afturelding ungir með 21 stig.
Í þriðja og síðasta neðrideildarmóti vetrarins sem verður helgina 18. til 19. mars, verður spilað til úrslita í deildunum. Þá spila efstu 6 liðin saman og neðstu liðin sín á milli, úrslit á því móti ráða því hvernig sætaröðun verður í deildunum. 3ja deild karla verður spiluð í Neskaupstað en 4. deild kvenna hinsvegar í Kópavogi. Það verður spennandi að sjá hvort að Vestra liðin nái að fylgja eftir þessu góða gengi á lokamótinu.
Næsti leikur karlaliðs Vestra í úrvalsdeild verður á næsta laugardag, 21 janúar. Um er að ræða heimaleik á móti Þrótti frá Neskaupstað og hefst leikurinn kl 16.00, hér í íþróttahúsinu á Torfnesi.
Deila