Fréttir

Úrslitaleikur Kjörísbikarsins

Blak | 11.03.2023

Í dag, 11 mars 2023 verður skrifaður nýr kafli í sögu Íþróttafélagsins Vestra, þegar karlaliðið okkar í blaki spilar til úrslita í Kjörísbikarnum.  Aldrei áður hefur lið í meistaraflokki spilað úrslitaleik um titil á hæsta level, undir merkjum Vesta.

Andstæðingarnir eru engir viðvaningar, ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Hamars úr Hveragerði.

Við í liðinu trúum því að þetta sé leikur sem við getum unnið.  En við þurfum hjálp frá ykkur !  Hvatning á pöllunum í Digranesi væri frábært, en góðir straumar og hlýjar hugsanir virka líka.

Fyrir þá sem ekki komast á völlinn, er útsending á RÚV og hefst leikurinn kl 13.00

Koma svo; Áfram, áfram, áfram VESTRI !!

Deila