Í síðustu viku komu í heimsókn á æfingasvæði knattspyrnudeildar Vestra á Torfnesi sannarlega góðir gestir.
Það voru þau Margrét Magnúsdóttir og Ómar Ingi Guðmundsson yfirmenn í Hæfileikamótun N1 og KSÍ.
Héldu þau fyrirlestur og æfingu fyrir 32 leikmenn(16 drengir og 16 stúlkur) f. 2010,2011 og 2012. Fyrir utan að koma frá Ísafjarðarbæ og Bolungarvíkurkaupstað voru einnig leikmenn frá Hólmavík, Drangsnesi, Súðavík og Patreksfirði. Allt leikmenn Vestra.
Ráðgert er að heimsókn Hæfileikamótunar N1 og KSÍ verði héðan í frá árlegur viðburður og er það sannarlega vel.
ÁFRAM VESTRI
Deila