Gisting á heimavist MÍ
Á vegum körfuboltabúðanna er boðið er upp á svefnpokagistingu (boðið er upp á rúm en taka þarf með svefnpoka eða sængur og kodda) á heimavist Menntaskólans á Ísafirði. Heimavistin er staðsett við hliðina á íþróttahúsinu á Torfnesi þar sem allar æfingar í körfuboltabúðunum fara fram. Mötuneyti körfuboltabúðanna er staðsett á heimavistinni.
Þeir sem hyggjast kaupa gistingu þurfa að skila herbergjunum í síðasta lagi klukkan 12:00 á sunnudaginn 11. júní.
Reglur varðandi gistirými á heimavist í Körfuboltabúðum Vestra
- Vistin er ætluð iðkendum og forráðamönnum/fararstjórum/þjálfurum þeirra.
- Fararstjóri með 5 þátttakendur eða fleiri í hópi gistir gjaldfrjálst á vistinni og er um leið ábyrgur fyrir hópnum.
- Fararstjóri með 1-4 þátttakendur greiðir 15.000 kr fyrir gistingu.
- Ef nægt gistirými verður í boði á heimavistinni að aflokinni skráningu býðst foreldrum og forráðamönnum sem vilja fylgjast með börnum sínum í búðunum, hluta úr búðunum eða allar búðirnar, að kaupa gistingu. Nóttin fyrir einstakling kostar 3.000 kr. Hægt er að skrá sig á biðlista og um miðjan maí verður ljóst hvort umfram gistirými verður í boði.
Aðrir gistimöguleikar á Ísafirði og nágrenni
Á norðanverðum Vestfjörðum má finna ýmiss konar gistingu. Vert er að benda á að stutt er að fara milli Ísafjarðar og nærliggjandi byggðakjarna (Bolungarvík, Flateyri, Suðureyri, Súðavík og jafnvel Þingeyri):