Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra 2021 verður haldinn sunnudaginn 9. maí. Fundurinn fer fram í Vallarhúsinu á Torfnesi og hefst kl. 17:00. Allir þeir sem koma að starfsemi Körfuknattleiksdeildarinnar, jafnt iðkendur sem sjálfboðaliðar, foreldrar iðkenda og fylgjendur eru hvattir til að mæta á fundinn. Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf.
Einnig liggur fyrir fundinum tillaga stjórnar um að fresta 6. lið dagskrár aðalfundar til aukaaðalfundar sem haldin verður eftir að keppnistímabili meistaraflokka lýkur.
Dagskrá aðalfundar
Deila