Fréttir

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar

Körfubolti | 02.05.2021

Aðalfundur Körfuknattleiksdeildar Vestra 2021 verður haldinn sunnudaginn 9. maí. Fundurinn fer fram í Vallarhúsinu á Torfnesi og hefst kl. 17:00. Allir þeir sem koma að starfsemi Körfuknattleiksdeildarinnar, jafnt iðkendur sem sjálfboðaliðar, foreldrar iðkenda og fylgjendur eru hvattir til að mæta á fundinn. Á dagskrá fundarins verða hefðbundin aðalfundarstörf.

Einnig liggur fyrir fundinum tillaga stjórnar um að fresta 6. lið dagskrár aðalfundar til aukaaðalfundar sem haldin verður eftir að keppnistímabili meistaraflokka lýkur.

Dagskrá aðalfundar

  1. Fundarsetning
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  3. Formenn deildar og barna- og unglingaráðs gera grein fyrir starfsemi deildarinnar
  4. Gjaldkeri deildar leggur fram til samþykktar og gerir grein fyrir reikningum deildarinnar sem staðfestir hafa verið af kjörnum skoðunarmanni og gjaldkera aðalstjórnar. Fjárhagsáætlun deildarinnar lögð fram til samþykktar.
  5. Reglugerðabreytingar
  6. Kosningar: a) kosning formanns b) kosning tveggja aðalmanna til tveggja ára og þriggja til vara til eins árs, samtals fimm manna stjórn með þremur varamönnum
  7. Önnur mál
  8. Fundargerð upplesin og fundarslit

 

Deila