Fréttir

Áhugavert fyrir stúlkur sem vilja ná langt í námi og íþróttum

Körfubolti | 27.04.2013
Karfa + skóli = árangur
Karfa + skóli = árangur

KFÍ stefnir að því að fá stelpur Vestur í skóla og körfubolta næsta vetur. Það er verkefni sem við ætlum að setja upp sem svona "college" hugmynd þar sem við tengjum sama skóla og körfubolta með afreksstefnu að leiðarljósi. Við hvetjum stelpur sem hafa metnað í að ná langt í skóla og körfu að hafa samband og kynna sér út á hvað þetta gengur. Þetta er spennandi hugmynd og tilvalið fyrir stelpur á aldrinum 16-20 ára. Það hefur vantað verkefni sem þetta á Íslandi og vegna þess að við erum í góðri aðstöðu hér eð góðan skóla, heimavist og afreksstefnu þá er okkur ekkert að vanbúnaði að hefja svona verkefni.

 

Þótt að lífið sé körfubolti þá er mikilvægt að muna að námið er ekki síður mikilvægt. Með því að tvinna þetta saman er hægt að búa til afreksfólk á báðum sviðum. Það hefur margsannað sig í gegn um tíðina hve vel hefur gengið fyrir íþróttafólk sem hefur stundað íþróttir samhliða námi og það er vilji okkar að hlúa að þessu hér fyrir vestan.

Við hvetjum ungar stelpur að kynna sér þetta hjá félaginu og allar frekari upplýsingar gefur Gaui.Þ og hægt er að senda á hann póst á netfangið sem er hér að neðan

kfibasketball@gmail.com


Deila