Í gær fór fram kjör á Íþróttamanni og efnilegasta íþróttamanni Ísafjarðarbæjar.
Knattspyrnudeild Vestra átti sem fyrr glæsilega fulltrúa í kjörinu.
Una Proppé Hjaltadóttir og Albert Ingi Jóhannsson voru í kjöri fyrir efnilegasta íþróttamann Ísafjarðarbæjar. Sigrún Betanía Kristjánsdóttir og Elmar Atli Garðarsson voru í kjöri fyrir íþróttamann Ísafjarðarbæjar.