Unnið er hörðum höndum að undirbúning keppnisdagagatalinu hjá KFÍ. Við byrjum tímabilið hér heima 7.október og svo hefst veislan. Við munum keppa rúmlega 50 heimaleiki í öllum flokkum og um svipað magn af útileikjum. Það verður því nóg að gera hjá KFÍ fjölskyldunni og er stjórn og þjálfarar í óða önn að klára þetta púsluspil. Það er að mörgu að hyggja enda erum við að keppa um allt land og má nefna hér nokkra staði. Akureyri, Sauðárkrókur, Stykkishólmur, Reykjavík, Grindavík. Keflavík, Njarðvík, Ólafsvík, Hella, Hveragerði, Laugarvatn, Borgarnes, Akranes, Hafnarfjöðru, Kópavogur.
Það sýnir á þessari upptalningu að mikið er um að vera og þurfum við að fá stuðning allra til að vel takist til. Svona dagskrá útheimtir mikla vinnu sem margir koma að. Við hvetjum ykkur að fylgjast með og mæta á leikina okkar. Við verðum með yngri flokkana frá minnibolta upp í unglingaflokk og svo meistaraflokka kvenna, karla og KFÍ-b.
Áfram KFÍ.
Deila