Fréttir

Damier ljósið í annars bragðdaufum tapleik

Körfubolti | 07.12.2012
Þetta er nagli
Þetta er nagli

Damier Pitts minnti á í kvöld gegn Grindavík að hann var verðugur leikmaður áttundu umferðar en hann endaði leik með 32 stig, 8 fráköst og 10 stoðsendingar. Það dugði þó engan veginn til gegn frábæru liði Grindavíkur sem sigruðu okkar menn örugglega. Lokatölur í Röstinni 110-82.

 

Grindavík byrjaði með látum og við vorum ekki einu sinni á hælunum, við vorum á rassinum og staðan fljótlega 7-0 og við eitthvað utan við okkur. Damier og Kristján Pétur settu okkur inn í leikinn og minnkaði munurinn í 7-5, en þá gáfu Grindvíkingar einfaldlega í aftur, hirtu felst öll fráköst og leiddu eftir fyrsta leikhluta 35-26 og vörn okkar ekki til.

 

Við náðum að koma okkur inn í leikinn að nýju og minnka forskotið í 45-40 og héldum við þá að þetta væri að lagast, en svo var ekki og á augabragði komu Grindvíkingar aftur forskotinu í 55-40 og leiddu í hálfleik 57-41.

 

Sami kraftur var í leik andstæðinga okakr og munaði þar um að allir sem einn fóru í fráköst og börðust vel í vörn og eftir þann þriðja var staðan orðin 92-63.

 

Sá fjórði var hálf tilgangslaus því forskotið var bara einum og mikið og fengu allir tólf leikmenn Grindvíkinga að spila og allir þeirra settu stig. Hjá okkur var sama upp á teningum, allir fengu að spreyta sig þar af einn 15 ára gutti Haukur Hreinson sem komst vel frá sínu og er þetta dýrmæt reynsla fyrir hann.

 

Hjá okkur var Damier lang bestur og þessi minnsti maður okkar er með hjarta á við fólksbíl og eiga aðrir að taka hann sér til fyrirmyndar. Stóru menn okkar voru slakir og verðum við að heimta meira frá frá þeim. Það kostar ekkert að svitna og berjast.

 

Við vitum vel að okkur sárvantar Momci og hann er á leit til okkar um jólin, en þangað til verða aðrir að stíga upp og taka slaginn fyrir hann og okkur.

 

Við eigum leik gegn Laugdælum á morgun í Powerade bikarnum sem verður að vinnast og síðan er það undirbúningur fyrir síðasta heimaleik okkar á þessu ári er við fáum Stjörnuna í heimsókn á Jakann.

 

Við hér fyrir Vestan viljum þakka Sporttv.is kærlega fyrir að senda leikinn beint til okkar.

 

Tölfræðin

 

Áfram KFÍ

Deila