Fréttir

Damier og Kristján Pétur í stjörnuleik KKÍ á morgun

Körfubolti | 18.01.2013
Flott kaka hér
Flott kaka hér

Það er gaman að segja frá því hér að Damier og Kristján Pétur taka þátt í stjörnuleik KKÍ á morgun 19.janúar. Damier leikur með Dominos liðinu ásamt erlendum leikmönnum sem etur kappi gegn Icelandair liðinu sem er skipað bestu íslensku leikmönnum okkar í dag og verður mjög gaman að fylgjast með.

 

Kristján Pétur mun taka þátt í þriggja stiga keppninni og væntum við þess að hann komi heim með sigurlaunin!

 

Sport-TV mun senda út beint frá þessari veislu og er HÉR tengill. Við hvetjum alla að horfa á frá þessari útsendinu enda um að ræða alla bestu leikmenn landsins á sama stað og er skiðun dagsins að hafa gaman að þessu og skemmta sér og öðrum með tilþrifum. Útsendingin hefst kl.14.00.

 

Áfram karfa.

 

 

Deila