Eva Margrét er í U-15 ára landsliði Íslands sem tekur þátt í móti erlendis en frá þessu er greint á www.kki.is en verkefni Evu og félaga er í sumar og óskar KFÍ fjölskyldan henni til hamingju með þennan árangur.
Eva Margrét er mjög metnaðarfull stelpa sem æfir gríðarlega vel og hefur það sýnt sig í vetur þar sem framfarir hennar hafa ekki farið fram hjá neinum og er Eva einmitt ásamt félögum hennar í 10.flokk stúlkna að fara í úrslitakeppni Íslandmóts KKÍ sem fer fram 27-29 apríl í Reykjavík.
Til hamingju Eva !
Deila