Eva Margrét Kristjánsdóttir var nú fyrir skömmu valinn íþróttamaður Ísafjarðarbæjar í hófi sem Ísafjarðabær stóð fyrir. Það voru margir frábærir íþróttamenn sem voru samankomnir í þessu skemmtilega teiti og á endann var það Eva Margrét sem varð fyrir valinu.
Eva er vel af þessum tittli komin. Hún er frábær íþróttakona og mikil fyrimynd. Eva hefur sýnt að það er allt hægt þegar viljinn og nennan er fyrir hendi. Það er ekkert sjálfgefið í íþróttum og þarf að hafa mikið fyrir því að verða afreksmaður. Það er Eva svo sannarlega og óskum við henni innilega til hamingju og erum við Í KFÍ ákaflega stolt af henni.
Við viljum einnig koma til skila hamingjuóskir til þeirra sem valdir voru frá sínu félagi og fengu viðurkenningar frá Ísafjarðarbæ. Þar er valinn maður í hverju rúmi og eru þau öll okkur mikil hvatning.
Eva Margrét. Til hamingu með titilinn og haltu áfram á þessari braut.
Áfram íþróttir
Deila