Fréttir

Eva Margrét í U-16 ára landsliðið

Körfubolti | 05.03.2013
Eva er flott að venju
Eva er flott að venju

Eva Margrét okkar sem er að spila eins og engill í stúlkna og meistaraflokki er komin í tólf stúlkna lokahóp U-16 ára landslið Íslands og mun taka þátt í Norðurlandamótinu sem fram fer í Solna, Svíðjóð 8.-12.maí n.k. Eva er vel af þessu vali komin enda búinn að vera frábær í vetur og búin að æfa vel með landsliðinu. Hún var valin Íþróttamaður Ísafjarðarbæjar og er að sýna að það var engin tilviljun. Hún er frábær fyrirmynd og góður íþróttamaður.

 

Við erum stolt af stelpunni og vitum að hún á eftir að gera það gott með félögum sínum. Hér er hópurinn sem fer:

 

U16 stúlkna
Dagný Lísa Davíðsdóttir · Hamar
Eva Kristjánsdóttir · KFÍ 
Guðlaug Rún Sigurjónsdóttir · Tindastóll 
Hanna Þráinsdóttir · Haukar 
Irena Sól Jónsdóttir · Keflavík 
Ísabella Ósk Sigurðardóttir · Breiðablik 
Karen Dögg Vilhjálmsdóttir · Njarðvík 
Kristrún Björgvinsdóttir · Keflavík 
Laufey Rún Harðardóttir · Keflavík 
Rósa Björk Pétursdóttir · Haukar 
Salvör Ísberg Jónsdóttir · KR 
Þóra Kristín Jónsdóttir · Haukar 

 

Áfram Ísland

Deila