Fréttir

Félagsfundur Körfuknattleiksdeildar

Körfubolti | 26.08.2021
Meistaraflokkur karla tryggði sér sæti í úrvalsdeild í júní síðastliðnum.
Meistaraflokkur karla tryggði sér sæti í úrvalsdeild í júní síðastliðnum.

Körfuknattleiksdeild Vestra boðar til aukaaðalfundar hjá deildinni sem fara mun fram fimmtudaginn 2. september næstkomandi. Fundurinn fer fram í félagsaðstöðu Vestra í vallarhúsinu á Torfnesi og hefst kl. 20:00.

Þeir sem vilja bjóða sig fram til stjórnar eða taka þátt í starfinu á annan hátt er vinsamlegast bent á að hafa samband með tölvupósti við Ingólf Þorleifsson, formadur-karfa@vestri.is eða Inga Björn Guðnason, ingi.bjorn.gudnason@gmail.com.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

  1. Fundarsetning
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  3. Kosningar:
    1. Kosning formanns
    2. Kosning tveggja aðalmanna til tveggja ára og þriggja til vara tile ins árs, samtals fimm manna stjórn með þremur varamönnum
  4. Önnur mál.
  5. Fundargerð upplesin og fundarslit.

Hvetjum alla til að fjölmenna og taka virkan þátt í starfinu.

Áfram Vestri!

Deila