Í kvöld komu stelpurnar frá Þór Akureyri í heimsókn og spilaði síðari leik sinn gegn okkar stúlkum, en þær komu hér um daginn fáliðaðar og áttu að spila tvo leiki. En veikindi komu í veg fyrir að báðir leikir kláruðust og sögðust þær bara koma aftur sem þær og gerðu og fá mikið hrós fyrir að leggja á sig þessa miklu ferð!
Stelpurnar okkar byrjuðu leikinn vel og komust strax í góða forustu og staðan eftir fyrsta leikhluta var orðin 22-9. Allar stelpurnar voru að spila flott og Pétur duglegur að skipta inn á. Í öðrum leikhluta komust Þórs stelpurnar betur inn í leikinn og náðu að halda vel í KFÍ, en staðan í hálfleik var 36-20.
Í þeim þriðja spíttu KFÍ stelpurnar í lófa og náðu sér aftur á flug og tóku þann hluta 23-9 og voru komnar með 59-29 forskot og í þeim fjórða fengu allar að koma inn á og fá reynslu hjá báðum liðum sem er nákvæmlega það sem á að gera. Leikurinn endaði 63-41.
Þór fær háa einkunn fyrir baráttu. Þær tóku 59 fráköst, en aðeins vantaði upp á að setja upp kerfi sem varð til þess að Rut Konráðsdóttir var allt í öllu í sóknarleik þeirra, en það er samt greinilegt að þessa stelpur eiga mikið inni og er framtíðin björt ef allar haldast að verki.
KFÍ spilaði frábæran liðsbolta og allar stelpurnar rúlluðu vel. Gaman var að sjá Lilju aftur á Jakanum en hún hefur verið frá síðan í desember.
Eva fór mikinn í liði KFÍ og var flott í að stjórna þegar Brittany var af velli. Annars var þetta sameiginlegt átak allra stúlknanna sem skóp þennan sigur og eiga þær allar, reyndar hjá báðum liðum hrós skilið í kvöld.
Stig KFÍ
Eva 20 stig, 15 fráköst, 4 stoðir, 3 stolnir, 3 varin skot
Brittany 20 stig, 6 fráköst, 8 stolnir.
Anna Fía 10 stig, 6 fráköst.
Stefanía 4 stig, 11 fráköst, 3 stolnir.
Rósa 4 stig.
Linda 3 stig, 2 fráköst, 1 varinn.
Málfríður 1 stig, 2 fráköst, 1 stolinn.
Marelle 1 stig, 4 fráköst, 2 stolnir.
Lilja 5 fráköst, 1 stolinn.
Vera 2 fráköst, 1 varinn.
Stig Þórs.
Rut 27 stig, 10 fráköst, 4 stoðir, 2 stolnir.
Hulda 6 stig, 4 fráköst, 2 stolnir.
Rakel 4 stig, 4 fráköst, 2 stolnir.
Helga 2 stig, 5 fráköst, 4 stoðir.
Gréta 2 stig, 6 fráköst, 1 stolinn.
Kristín 12 fráköst.
Heida 6 fráköst.
Una 2 fráköst.
Linda 2 fráköst.
Deila