Strákarnir voru að leggja Breiðablik í Kópavogi, lokatölur og fóru þar með að ráði stúlknanna sem unnu báða sína leiki gegn Stjörnunni og er frétt um þær hér neðar á síðunni.
Leikur drengjanna var aldrei í hættu og voru allir að spila vel. Lokatölur 78-100 og einn leikur eftir gegn Skallagrím frá Borgarnesi og er hann hér heima 9. mars þar sem við munum taka á móti bikarnum sem deildarmeistarar 1. deildar og lofum við miklu fjöri á Jakanum þar sem margt verður gert til að skemmta öllum Vestfirðingum.
Stig KFÍ. Chris 24 stig (19 fráköst og 3 varin skot), Edin 24 stig (5 fráköst og 5 stoðir), Jón Hrafn 16 stig (5 villur og spilaði 16 mínútur sem gerir 1 stig per mínútu), Ari 14 stig (4 stoðir og var 100% í þriggja), Craig 13 stig (3 fráköst, 7 stoðir og 5 rændir), Jón Kristinn 4 stig (2 fráköst), Kristján Pétur 3 stig (3 fráköst), Guðni Páll 2 stig (2 fráköst og 3 stoðir)
Liðsheild, vörn, sigur..
Áfram KFÍ !!!
Deila