Sunnudaginn 15. janúar koma strákarnir frá Selfoss í heimsókn og verða þar með fyrstu gestir okkar á nýju ári. Sunnandrengirnir eru komnir með erlendan leikmenn í hóp sinn og eru vel mannaðir í öllum stöðum og verður þessi leikur án nokkurs efa erfiður fyrir okkar Ísdrengi, enda tveir síðust leikir okkar tæpir og fyrsti tapleikruinn var einmitt gegn frændum þeirra úr blómabyggð, en spennandi var leikurinn.
Leikurinn er kl. 18.00 sem er góður kristilegur tími sem á að tóna vel fyrir fjölskylduna. Við hvetjum alla Vestfirðnga að mæta með látúnsbarkana sína og söngla okkur áfram.
Áfram KFÍ
Deila