Fréttir

Fyrstu heimaleikirnir í beinni útsendingu!

Körfubolti | 14.01.2021

Eftir langa bið er körfuboltinn loksins að fara af stað á ný! Fyrstu heimaleikir Vestra fara fram nú um helgina. Strákarnir mæta Selfossi á föstudag kl. 19:15 og stelpurnar mæta Grindavík á laugardag kl. 12:15.

Leikirnir verða í opinni sýningu í samstarfi við Viðburðastofu Vestfjarða, en áhorfendur eru ekki leyfðir enn sem komið er. Við viljum því hvetja stuðningsfólk Vestra til að leggja deildinni lið og vega þannig upp á móti þeim aðgangseyri sem tapast vegna aðstæðna.

Bankareikningur Körfuknattleiksdeildar Vestra er:

0556-26-001099 og kennitala 651093-2449

Hlekkur á útsendingu Vestra og Selfoss í 1. deild karla. Leikurinn hefst kl. 19:15, föstudaginn 15. janúar.

Hlekkur á útsendingu Vestra og Grindavíkur í 1. Deild kvenna. Leikurinn hefst kl. 12:15, laugardaginn 16. janúar.

Áfram Vestri!

Deila