Fréttir

Grímuballið verður laugardaginn 10.mars

Körfubolti | 22.02.2012
Stuð. Mynd Halldór Sveinbjörnsson (BB.is)
Stuð. Mynd Halldór Sveinbjörnsson (BB.is)

Grímuball KFÍ og Ísfólksins verður haldið laugardagskvöldið 10. mars og er undirbúningurinn á fullu. Þetta er í fjórtanda sinn sem við höldum grímuball og hefur metnaður fólks í búningahönnunn verið mögnuð. Ekkert verður gefið eftir og glæsileg verðlaun í boði eins og venjulega. Nánar verður sagt frá viðburðinum eftir helgina, en margt rosalega flott mun koma í ljós. Eitt er þó sem aldrei mun breytast og það er að þetta verður rosaleg skemmtun.

Deila