Fréttir

Helena til liðs við Vestra

Körfubolti | 30.09.2020
Helena leikur með Vestra í vetur.
Helena leikur með Vestra í vetur.

Helena Haraldsdóttir er gengin til liðs við Vestra í gegnum venslasamning við KR. Helena æfði og lék upp alla yngri flokka með KFÍ og Vestra en gekk til liðs við KR síðastliðið haust þegar hún flutti suður vegna náms. Helena er fædd árið 2003 og leikur stöðu miðvarðar. Hún á að baki leiki með U-15 og U-16 landsliðum Íslands og var í æfingahópi U-18 landsliðsins í sumar.

Helena verður áfram búsett í Reykjavík og mun hjálpa liðinu í útileikjum og e.t.v. heimaleikjum þegar þess er kostur. Hún þekkir liðsfélaga sína í Vestra vel enda æft með þeim flestum upp alla yngri flokka. Helena skrifaði nýverið undir samning við KR og mun áfram æfa og spila með meistaraflokki KR.

Við bjóðum Helenu velkoman í hópinn aftur!

Deila