Fréttir

Jóhann Jakob Friðriksson valinn í æfingahóp U-20 landsliðshóp Íslands

Körfubolti | 13.05.2014

Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari U20 ára landsliðs karla, hefur valið Jóhann Jakob Fiðriksson æfingahóp sinn.


Leikmennirnir munu koma saman og æfa helgina 16.-18. maí. Verkefni sumarsins er Norðurlandamót U20 ára liða sem fram fer í Finnlandi um miðjan júlí. 

 

Þetta er mikil viðurkenning fyrir Jóhann Jakob sem hefur verið gríðarlega duglegur að æfa og fékk traust Birgis Arnar þjálfara í vetur með meistaraflokki KFÍ. Þetta sýnir og sannar enn og aftur að dugnaður og vilji eru tól sem koma ungu og efnilegu fólki áfram.

 

Við hjá KFÍ óskum Jóa okkar góðs gengis.

 

 

Deila