Fréttir

Jón Hrafn setur blek á blað hjá KFÍ

Körfubolti | 25.10.2012
Sævar formaður og Jón Hrafn hrista paðana hvor á öðrum
Sævar formaður og Jón Hrafn hrista paðana hvor á öðrum

Í dag er tilefni til að brosa en þá skrifaði hinn yndislegi drengur og ekki síðri leikmaður okkar Jón Hrafn Baldvinsson undir nýjan tveggja ára samning. Þetta er góðar fréttir fyrir félagið en Jón Hrafn hefur reynst okkur vel og er frábær liðsmaður og strákur góður. Hann er fyrirliði KFÍ og sýndi í verki núna að hann er ekkert að yfirgefa klúbbinn í bráð. Einnig er Jón Hrafn ákaflega vel liðinn hér í bænum og er dugnaðarforkur mikill innan sem utan vallar.

 

Til hamingju KFÍ og Ísafjarðarbær

 

Áfram KFÍ

Deila