Vestri hefur samið við bandaríska bakvörðinn Jonathan Braeger um að leika með félaginu í 2. deild karla til loka tímabilsins. Bíður hann nú eftir leikheimild og er búist við að hann verði kominn til Ísafjarðar í seinni hluta þessarar viku.
Jonathan, sem er 28 ára, lék í fjórðu efstu deild í Þýskalandi á síðustu leiktíð en þar komst hann í sögubækurnar fyrir að hafa skoraði 100 stig og náð fjórfaldri tvennu í einum og sama leiknum. Hér má lesa viðtal við kappann eftir leikinn sögufræga.
Deila