Körfuknattleiksdeild Vestra hefur samið við framherjann Julio de Assis um að leika með liðinu í úrvalsdeild á komandi tímabili. Julio de Assis er með spænskt og angólskt ríkisfang og hefur leikið allan sinn feril á Spáni. Hann hefur reynslu úr næst efstu deild á Spáni, LEB-Gold og úr deildinni þar fyrir neðan LEB-Silver auk EBA deildinni þar í landi. Þá á hann einnig að baki nokkra leiki fyrir angólska landsliðið.
Julio de Assis er 202 cm kraft framherji sem mun styrkja liðið í fráköstum og sóknarþunga inn í teig en hann getur einnig skotið boltanum fyrir utan þriggja stiga línuna.
Stjórn Körfuknattleiksdeildar Vestra býður Julio de Assis velkominn og hlakkar til samstarfsins við hann á komandi mánuðum.
Hér má sjá nokkur tilþrif frá Julio de Assis á síðasta tímabili þegar hann lék með Hestia Menorca í LEB-Silver deildinni á Spáni:
Deila