Fréttir

KFÍ-TV með bestu netútsendingarnar að mati lesenda Karfan.is

Körfubolti | 07.03.2012
Gaman að sjá þetta
Gaman að sjá þetta

Það eru mikil gleðitíðindi að fá niðurstöður úr skoðannakönnun sem sýnir að útsendingar okkar hafa borið árangur. Mikil vinna hefur verið lögð í að gera útsendingar okkar faglegar og eru margir sem koma að þessu. Yfirmaður KFÍ-TV er Jakob Einar Úlfarsson og hefur hann hóp af góðum mönnum með sér til að gera þetta sem best. Fjölnir Baldursson er einn af þeim og hefur hann klippt leiki og gert flott myndbrot sem hafa glatt marga.

 

KFÍ-TV er hvergi nærri hætt og ætlar sér að senda út á föstudagskvöldið. Og þegar hefur verið tekin sú ákvörðun að halda áfram í sumar og senda út leiki BÍ/Bolunarvíkur en mikil og góð samvinna er hjá körfunni og fótboltanum.

 

Við viljum koma á framfæri þakklæti til þeirra er horfa á útsendingar okkar og ætlum okkur að gera enn betur.

 

Niðurstaðan varð þessi.  KFÍ-TV 27%, Sport-TV 22%, Tindastóll-TV 18%, Haukar-TV 10%, KR-TV 9%, Fjölnir-TV 9% og Þór-TV 3%.

 

Það er innileg von okkar að sem flest félög komi sér upp búnaði til útsendingar og erum við ávallt tilbúnir til að aðstoða við tæknileg upplýsingar.

 

Hér er fréttin frá karfan.is

Deila