Fréttir

KFÍ og Hertz í samstarf

Körfubolti | 25.01.2012
Jóhanna svæðisfulltrúi Hertz og Sævar formaður skrifa hér undir og eru bæði kampakát
Jóhanna svæðisfulltrúi Hertz og Sævar formaður skrifa hér undir og eru bæði kampakát

KFÍ og bílaleigan Hertz hafa gert með sér samstarfssamning sem er til þriggja ára og er óhætt að segja að báðir aðilar séu kátir yfir þessu. Eins og við er að búast er mikil þörf fyrir félag sem okkar að vera með bíla enda þarf að fara oft langt og þá er nauðsynlegt að hafa tryggar bifreiðar til taks fyrirþann fjölda af iðkendum sem við höfum, enda nýtist samningur sem þessi vel fyrir alla aldurshópa okkar og Hertz er með allr stærðir sem henta vel hópum.

 

Við í KFÍ fjölskyldunni þökkum Hertz kærlega fyrir og bjóðum þau velkomin í hóp einna stærstu styrktaraðila okkar.

Deila