Fréttir

KFÍ og Samhentir Kassagerð skrifa undir nýjan samning

Körfubolti | 18.12.2012
Sævar Óskarson formaður KFÍ og Jón Þór Ágústsson sölufulltrúi Samhentir Kassagerð skrifa undir samninginn.
Sævar Óskarson formaður KFÍ og Jón Þór Ágústsson sölufulltrúi Samhentir Kassagerð skrifa undir samninginn.

Samhentir Kassagerð og KFÍ skrifuðu undir nýjan þriggja ára samning þegar Stjarnan keppti hér á dögunum og er mikil ánægja innan herbúða KFÍ með að hafa þetta góða fyrirtæki sem einn af okkar aðalbakhjörlum og eru búningar félagsins merktir Samhentum framan á treyjunum.

 

Samhentir er leiðandi fyrirtæki í sölu og framleiðslu á umbúðum, rekstrarvörum og pökkunarvélum fyrir sjávarútveg, matvæla- og iðnaðarframleiðendur og endursöluaðila hverskonar. Fyrirtækið var stofnað árið 1996 og hefur verið í samstarfi  við KFÍ undanfarin ár og halda nú þessu samstarfi áfram með okkur.

 

 

 

 

 

 

 

 

Deila