Í gærdag var orðið ljóst hvernig hóparnir yrðu skipaðir og stundataflan endurskoðuð. Í morgun hófust æfingar skv. áætlun. Krakkarnir voru ákveðin í aðgerðum og einbeitt. Þjálfarar eru ánægðir með viðbrögð þeirra við leiðbeiningum og allt gengur vel.
Seinni æfing var tekin af ekki síðri krafti og allir orðnir glorhungraðir þegar kvöldmatur tók við kl. 19:00. Eftir kvöldmat komu allir saman á ný í íþróttahúsinu og síðustu kraftar þessa dags nýttir til þess að spila 5:5. Óhætt að segja að nóg er af kappi og ákafa hjá þessum hóp, ekki ástæða til þess að kvíða framhaldinu hvað þetta varðar.
Allt hefur gengið stórslysalaust fyrir sig og almenn ánægja ríkir. Krakkarnir eru þreyttir og búast má við að ró færist tiltölulega snemma yfir á Vistinni í kvöld. Góða nótt, meira á morgun. Deila