Mæting var í íþróttahúsinu á Torfnesi kl. 09:00 og fyrsta æfingin hófst kl. 09:30. Krökkunum var skipt upp í þrjá hópa, aðallega eftir aldri krakkanna. Tóku þjálfarar til starfa eftir það.
Skipt var í lið og spilaðir nokkrir leikir. Þarna fengu þjálfarnir tilfinningu fyrir styrkleikum leikmanna og munu vinna út frá því í framhaldinu.
Allir fengu að hlaupa vel og svitna aðeins og er virkilega gott að hrista af sér ferðarykið og þreytu á þennan hátt. Eftir æfingu voru allir ánægðir og stefna á hádegismat að lokinni sturtu.
Góð byrjun og allt gengur vel.
Deila