Körfubolti | 07.06.2009
Uppkast! Allir viðbúnir?
Þá er fyrsti dagur æfingabúða að kveldi kominn. Eins og áður hefur verið greint frá var fyrsti dagurinn nýttur til þess að þjálfarar kynntust leikmönnum og öfugt. Í kjölfarið verða gerðar breytingar á æfingahópunum og kynnum við hér (ýta á "meira") breytta stundatöflu með þeirri undantekningu að smávægilega breyting er á morgunæfingum á þriðjudag.
Stundatafla
08:00-09:00 Morgunverður
09:00-10:15 Hópur I og II - fyrri æfing
10:30-12:00 Hópur III - fyrri æfing
12:00-13:00 Hádegismatur
13:00-16:00 Hvíldartími og fundir þjálfara
16:00-17:15 Hópur I og II - seinni æfing
17:30-19:00 Hópur III - seinni æfing
19:00-20:00 Kvöldmatur
20:30-22:15 Æfingaleikir / Fyrirlestrar
Hópur I Þjálfari: Borce Ilievski
Hópur II Þjálfari: Momir Tacic
Hópur III Þjálfari: Nebosja Vidic
Athugið að breyting verður á þriðjudaginn (9.6.2009). Þá verður morgunverður kl. 7-8 og hópar I og II verða á æfingu frá 08:00-09:15. Hópur III verður á æfingu frá 09:30-11:00.
Deila