Við munum halda áfram að deila fréttum af búðunum með lesendum nær og fjær. Það er ástæða til þess að fjalla í upphafi stuttlega um mötuneytið. Í fyrsta lagi eru það systurnar Hugljúf (Lúlú) og Elín Ólafsdætur, sem stýra eldamennskunni af víðfrægri snilld. Í öðru lagi er staðsetning þess auðvitað frábær.
Ein breyting verður á stundatöflunni, en hádegisverðurinn hefur verið færður fram um hálftíma og verður þá kl. 11:30- 12:30.
En aftur að mötuneytinu sjálfu, en það er í sömu byggingu og gistingin, þ.e. á Vistinni margrómuðu. Þar með er ljóst að allt í tengslum við búðirnar er á sama "frímerkinu" og innan við 1 min göngufjarlægð á milli gististaðar, mötuneytis og íþróttahússins.
Gaui hljóp reyndar í skarðið og sá um morgunmatinn í morgun en síðan tók Lúlú við í hádeginu og er óhætt að segja að vel var tekið til matar síns þar. Enginn verður svikinn af mötuneytinu og allt klárt fyrir krakkana.