Síðasta föstudag heimsótti KFÍ Grunnskólann í Bolungarvík og hélt þar kynningu á starfsemi félagsins og Körfuboltabúðunum sem byrja eftir nokkra daga. Þetta voru hressir og áhugasamir krakkar og gaman að hitta þau. Keppt var í stinger og urðu lyktir þær að þau Rebekka Lind Ragnarsdóttir og Axel Ívar Falsson voru krýndir stingermeistarar Bolungarvíkur 2013. Takk fyrir góðar móttökur.