Nú er allt að fara á fullt hjá yngri flokkum KFÍ og skipulagning vetrarstarfsins vel á veg komin. Næsti laugardagur, 7. september, markar upphaf tímabilsins en þá efnir félagið til körfuboltaveislu í íþróttahúsinu á Torfnesi þar sem börnum og unglingum gefst kostur á að kynna sér starfsemi KFÍ og fá upplýsingar um það sem framundan er í vetur hjá félaginu. Einnig verður brugðið á leik með leikmönnum meistaraflokks karla og boðið upp á grillaðar pylsur og fleira góðgæti. Foreldrar eru hvattir til að koma með börnum sínum og taka þátt í körfufjörinu sem hefst kl. 10.30 og lýkur kl. 12.00.
Deila