Fréttir

Landsbankinn býður á mikilvægasta leik KFÍ í vetur

Körfubolti | 17.03.2013
Damier biður um hjálp fá áhorfendum
Damier biður um hjálp fá áhorfendum

Það er óhætt að segja að allt liggi undir leik okkar gegn KR á sunnudagskvöldið n.k. 17.mars. Eftir tap gegn Stjörnunni í kvöld er óhætt að segja að spennan sé í algleymingi og eru fjögur lið sem geta fallið eða haldið sér uppi en það eru Skallagrímur, ÍR, Fjölnir og Tindastóll og því ljóst að það verður allt brjálað í lokaumferðinni á sunnudag.

 

Karfan.is tók saman pistill um þetta HÉR

 

Landsbankinn ætlar að bjóða öllum á leikinn og nú verðum við að mæta á Jakann og gera brjálað stuð til að hvetja strákana okkar áfram.

 

Fyrir leikinn eða kl.18.15 verður Muurikka pannan sett á fullt og seldir "Ísborgarar" að hætti Steina Þráinssonar. Nú verða allir að mæta með alla fjölskylduna og taka þátt í skemmtilegu kvöldi. KFÍ strákarnir eru alls ekki hættir og ætla sér sigur í leiknum.

 

 

VIÐ SKORUM Á  ALLA VESTFIRÐINGA AÐ MÆTA OG ÖSKRA SIG HÁSA!!!

 

Áfram KFÍ

Deila