Marko Jurica er snúinn aftur til Vestra eftir skamma dvöl á Akranesi. Marko gekk til liðs við ÍA í nóvember og var með 21,0 stig og 8,0 fráköst að meðaltali í leik fyrir liðið í sjö leikjum í 1. deildinni. Hann lék fimm leiki með Vestra á fyrri helmingi tímabilsins þar sem hann var með um 40 stig að meðaltali í leik.
Einnig hefur félagið samið við Luka Kraljic um að leika með félaginu út leiktímabilið. Luka er serbneskur miðherji sem leikið hefur í neðri deildum Spánar og Svíþjóð, nú síðast hjá Kalmar Saints.
Næstu leikir eru um komandi helgi en það er á móti b-liði KR. Þetta verður tvíhöfði af bestu gerð, enda KR liðið oftar en ekki skipað reynsluboltum með ansi magnaðar afrekaskrár. Fyrstu leikir ársins verða því sannköllum prófraun fyrir liðið.
Fyrri leikurinn er á föstudaginn kl 19:00 og sá seinni kl 10.00 á laugardaginn.
Deila