Fréttir

Mjög góður fundur með stjórn KKÍ

Körfubolti | 02.07.2013

Stjórn körfuknattleikssambands Íslands setti í ferðagírinn og komu hingað til viðræðna við stjórn KFÍ og HSV. Fundurinn var haldinn í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði. Fyrst fundaði stjórn KKÍ um mál sambandsins og þar á eftir var komið að fundi með KFÍ. Sá fundur var góður og gagnlegur og stóð í tvo tíma. Þegar þessum fundi lauk kom svo Pétur Markan framkvæmdarstjóri HSV til fundar og var með gott innlegg á fundinn. Það sem er auðvitað helsta baráttumál okkar á landsbyggðinni er ferðakostnaður og hvað er hægt að gera til að lækka þann kostnað. Sú umræða þarf að opnast og er okkar von að sérstök nefnd verði sett á laggirnar sem fari í að sjá hvað er hægt að gera til að lækka þennan kostnað sem er satt best að segja að setja hömlur á þáttöku liða af landsbyggðinni. Þetta er hagmunarmál allra í íþróttafélaganna innnan UMFÍ og ÍSÍ og það hlýtur að vera kappsmál að halda á lofti slagorðunum ,,íþróttir eru fyrir alla".

 

Það er gríðarlega mikilvægt að fá svona fundi í héraðið og er oft sagt að betur sjá augu en auga og það á vel við hér. Við þökkum stórn KKÍ kærlega fyrir góðan fund og einnig Pétri Markan sem er að standa sig vel í starfi framkvæmdarstjóra HSV.

 

 

Deila